Reiðhjólabændur

Reiðhjólabændur

Við erum öll húsbændur á okkar eigin heimilum og hjólum þegar við viljum!

Um okkur

Reiðhjólabændur eru samtök húsbænda sem vinna saman að því að gera hjólreiðar skemmtilegri og öruggari. Við vinnum að ýmsum málum tengdum hjólreiðum í samstarfi við þingflokka, ríkistjórn, lögreglu, samgöngustofu, tryggingafélög, sveitafélög, íþróttafélög, barnaheil, rauðakrossinn og fleiri

Skrá mig

Með áskrift færðu aðgang að:
– Fullbúnu hjólaverkstæði
– Þátttökurétt í viðburðum
– Klúbbkvöld með myndasýningum
– Góð ráð frá meira en 9.000 bændum og bústýrum
– Félagsskap í hjólatúrinn
– Sterka rödd í hagsmunamálum

Viðburðirnir okkar

Hjólasöfnun og viðgerðarkvöld

Á vorin eru haldin viðgerðarkvöld þar sem gerð er við ónýt hjól og þau gefin efnaminni einstaklingum.

Menninganótt

Á menninganótt er haldin hjólageymsla svo að fólk geti hjólað í bæinn og skilið hjólin eftir hjá okkur.

Vikulegar hjólaferðir

Vikulegar hjólaferðir eru farnar frá Sævarhöfða 31 á þriðjudagskvöldum og lagt af stað kl 19. Öll velkomin.

Hjóla uppboð

Reglulega eru haldin uppboð þar sem hjól sem við höfum gert upp eru seld.

Fjölskyldudagur

Á sumardaginn fyrsta er haldinn fjölskyldudagur í samstarfi með Elliðaárstöð og Krónunni. Þar verður hjólaferð um dalinn, þrautabraut og boðið upp á skoðun og viðgerð fyrir hjól

Frekari upplýsingar um viðburði koma í Facebook og Instagram hópunum Reiðhjólabændur.

75+

Þátttakendur

2.000+

reiðhjól gefin

10.000+

Facebook meðlimir

Sjáumst á hnakknum!

Kennitala: 410920-2120

Bankareikningur: 1110-26-2120